Rautt Virgil van Dijk hissa eftir að honum var vísað af velli í Búdapest í gærkvöldi. Einum færri knúðu Hollendingar fram jafntefli.
Rautt Virgil van Dijk hissa eftir að honum var vísað af velli í Búdapest í gærkvöldi. Einum færri knúðu Hollendingar fram jafntefli. — AFP/Attila Kisbenedek

Virgil van Dijk fékk rautt spjald í liði Hollands þegar liðið heimsótti Ungverjaland og gerði jafntefli, 1:1, í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Roland Sallai kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Van Dijk fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu en einum færri tókst Hollendingum að jafna metin. Það gerði Denzel Dumfries fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Codys Gakpos.

Á sama tíma hafði Þýskaland betur gegn Bosníu og Hersegóvínu í Zenica, 2:1.

Deniz Undav skoraði bæði mörk Þýskalands í fyrri hálfleik áður en reynsluboltinn Edin Dzeko minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Þýskaland er á toppi riðilsins með sjö stig, Holland kemur þar á

...