En þetta er um leið ekki fráhrindandi, hvasst eða óþægilegt. Þetta er skrítið – en ekki hættulegt.
Sæll Guðmundur Steinn á að baki áhugaverðan feril sem tónskáld.
Sæll Guðmundur Steinn á að baki áhugaverðan feril sem tónskáld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það er gaman fyrir gamlan Árbæing að takast á við tónlistarverk sem heitir eftir leið sem hann hefur hlaupið frá blautu barnsbeini! Stífluhringurinn er rúmlega þriggja kílómetra hlaupaleið í hverfinu sem var nýtt þegar ég var í leikfiminni í gamla daga. Við hlupum frá Árbæjarskóla, í austur og meðfram Fylkisvellinum í átt að lítilli brú. Yfir hana fórum við svo, meðfram Breiðholtinu í vesturátt og svo þveraði maður stífluna, aftur inn í hverfi. Hlupum loks í gegnum gömlu einbýlishúsagöturnar (Fagribær, Þykkvibær) og svo upp brekkuna meðfram kirkjunni og aftur inn í skóla.

Þessi dáyndisleið er sem sagt heiti á verki eftir Guðmund Stein sem kom út í sumar hjá Carrier Records í Bandaríkjunum, fjórða plata

...