Fyrirliðinn Andrea Sif Pétursdóttir er á leið á sitt sjötta Evrópumót í fullorðinsflokki í hópfimleikum og hefur engin kona tekið oftar þátt í Evrópumóti í hópfimleikum. Mótið fer fram í Bakú í Aserbaísjan og hefst á miðvikudaginn kemur en íslenska liðið heldur utan á morgun
Fyrirliði Andrea Sif Pétursdóttir er á leið á sitt sjötta Evrópumót í fullorðinsflokki og hefur engin kona í sögu mótsins farið á fleiri Evrópumót.
Fyrirliði Andrea Sif Pétursdóttir er á leið á sitt sjötta Evrópumót í fullorðinsflokki og hefur engin kona í sögu mótsins farið á fleiri Evrópumót. — Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Fimleikar

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Fyrirliðinn Andrea Sif Pétursdóttir er á leið á sitt sjötta Evrópumót í fullorðinsflokki í hópfimleikum og hefur engin kona tekið oftar þátt í Evrópumóti í hópfimleikum. Mótið fer fram í Bakú í Aserbaísjan og hefst á miðvikudaginn kemur en íslenska liðið heldur utan á morgun.

Andrea Sif er að taka þátt í sínu áttunda Evrópumóti en hún hefur tvívegis tekið þátt í unglingaflokki og varð Evrópumeistari í unglingaflokki árið 2012. Þá varð hún Evrópumeistari í fullorðinsflokki árið 2021 og þrívegis hefur hún verið valin í úrvalslið EM, 2014, 2016 og 2018.

„Þetta mót leggst rosalega vel í mig og við erum allar á mjög góðum stað,“ sagði Andrea Sif í samtali við

...