Málþing undir yfirskriftinni „Leitað í tómið“ verður haldið í Gerðarsafni í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 13. október, kl. 13-15. Tilefnið er að Gerðarsafn gaf nýlega út bókina Leitað í tómið þar sem birtust fræðigreinar eftir þau Benedikt…
Gleði Cecilie Gaihede ritstjóri bókarinnar og Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns.
Gleði Cecilie Gaihede ritstjóri bókarinnar og Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns.

Málþing undir yfirskriftinni „Leitað í tómið“ verður haldið í Gerðarsafni í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 13. október,
kl. 13-15. Tilefnið er að Gerðarsafn gaf nýlega út bókina Leitað í tómið þar sem birtust fræðigreinar eftir þau Benedikt Hjartarson bókmenntafræðing, Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur listfræðing og Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing. Fræðimenn verða hver um sig með erindi um rannsóknarefni sín. „Á málþinginu er Gerði fylgt í hringiðu módernismans í París, skoðaðar verða tengingar hennar við aðra listamenn og stöðu hennar í samtíma sínum verður velt upp,“ segir í tilkynningu.