Skáldsaga Drottningarnar í Garðinum ★★★½· Eftir Camila Sosa Villada. Birta Ósmann Þórhallsdóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja, 211 bls.
Ofbeldi „Bersöglin er mikil, lýsingar á kynlífi og á tíðum hrottalegu ofbeldi sem Camila með furðulegum hætti virðist takast á við með óbifandi jafnaðargeði,“ segir í rýni.
Ofbeldi „Bersöglin er mikil, lýsingar á kynlífi og á tíðum hrottalegu ofbeldi sem Camila með furðulegum hætti virðist takast á við með óbifandi jafnaðargeði,“ segir í rýni. — Ljósmynd/Alejandro Guyot

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Áður en ég kynntist travestunum í Garðinum mátti ég smætta líf mitt niður í upplifun mína úr bernsku og þessa frumhvöt fyrir klæðskiptum sem byrjaði þegar ég var enn bara barn. Áður en ég hitti þær vissi ég ekkert um þetta, ég þekkti ekki aðrar travestur, ég þekkti enga sem var eins og ég, mér leið eins og ég væri ein í heiminum“ (66). Travestan eða transkonan Camila er rúmlega tvítug þegar hún segir lesandanum sögu sína. Hún hefur þá starfað sem vændiskona í borg í nokkur ár, lifað á jaðrinum í nánum samskiptum við aðrar transkonur, næturdrottningar sem selja blíðu sína og lifa við látlausa ógn og ofbeldi, eru fyrirlitnar og hæddar, en þrátt fyrir ógnvænleg lífsskilyrði þar sem ört fækkar í hópnum, konurnar eru ýmist myrtar og

...