Samkvæmt gögnum Motus hafa alvarleg vanskil verið sögulega meiri hjá sveitarfélögum en öðrum síðustu ár. Eins og áður hefur komið fram hafa alvarleg vanskil almennt verið að aukast á árinu. Aðra sögu að segja hjá sveitarfélögum í nýjum gögnum því…
Brynja Baldursdóttir hjá Motus
Brynja Baldursdóttir hjá Motus

Samkvæmt gögnum Motus hafa alvarleg vanskil verið sögulega meiri hjá sveitarfélögum en öðrum síðustu ár. Eins og áður hefur komið fram hafa alvarleg vanskil almennt verið að aukast á árinu.

Aðra sögu að segja hjá sveitarfélögum í nýjum gögnum því alvarleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna eru nú minni en annarra viðskiptavina Motus í fyrsta sinn í nokkur ár.

Barnafólk er líklegra til að vera í vanskilum við sveitarfélögin en barnlaust fólk. Þá er fólk á miðjum aldri (31-60 ára) mun líklegra til að vera í vanskilum við sveitarfélögin en fólk í yngri eða eldri aldurshópum.