Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst.

Bókastaflinn á náttborðinu hækkar ávallt á þessum tíma árs. Þessa vikuna standa upp úr fjórar bækur. Fyrst ber að nefna þriðju bók Hallgríms Helgasonar Sextíu daga af sunnudögum. Honum tekst að færa okkur sögu og mannlíf Siglufjarðar í búningi skáldsögu og á silfurfati. Bækurnar endurvekja eða fæða áhuga okkar allra á stórmerkri sögu bæjarins sem er fléttuð inn í söguþráð sem lesandinn límist við. Þó komið sé að þriðja bindi var ýmislegt ósagt og auðvelt að háma áfram í sig sögu Gests sem jafnframt er saga Íslands í upphafi tuttugustu aldarinnar. Andríki og forvitni Hallgríms er engu lík og ólíkt okkur flestum er vandi hans hversu hrikalega auðvelt hann á með að tjá sig með pennanum þannig að sagan flæðir fram fullkomlega áreynslulaust. Bókin er skáldsaga sem er byggð á sögulegum heimildum, uppskrift sem við sem höfum áhuga á sögu landsins og menningararfi elskum. Sagnfræðingar landsins lenda reyndar oftast í vandræðum með slíkar bækur enda ómögulegt

...