Arnar Sighvatsson fæddist 6. ágúst 1934 í Ási í Vestmannaeyjum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. september 2024.

Foreldrar Arnars voru Guðmunda Torfadóttir húsmóðir, f. 22. apríl 1905 í Hnífsdal, d. 27. september 1983, og Sighvatur Bjarnason skipstjóri og forstjóri, f. 27. október 1903 á Stokkseyri, d. 15. nóvember 1975.

Arnar var einn af ellefu systkinum. Alsystkini hans sem eru látin eru Margrét, f. 1931, d. 2009, Bjarni, f. 1932, d. 2018, Sighvatur, f. 1942, d. 1955, og Magnús Torfi, f. 1944, d. 2002. Á lífi eru Guðbjartur Richard, f. 1937, Hrefna, f. 1939, og Jón, f. 1946. Sammæðra systkini Arnars voru Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 1926, d. 2011, Guðríður Kinloch, f. 1927, d. 2011, og Haukur Guðmundsson, f. 1929, d. 1991.

Arnar kvæntist hinn 3. júní 1956 Soffíu

...