2019 Í heimsókn hjá Ólafi Þóri bróður sínum við Norrtälje í Svíþjóð.
2019 Í heimsókn hjá Ólafi Þóri bróður sínum við Norrtälje í Svíþjóð.

Sigurður Vilberg Sigurjónsson fæddist 12. október 1944 í fjölskylduhúsinu að Njálsgötu 48 í Reykjavík. Hann var yngstur þriggja barna hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu og Sigurjóns Sigurðssonar kaupmanns. Á jarðhæð hússins var nýstofnuð nýlenduvöruverslun Sigurjóns, Valencia, á fyrstu hæðinni bjó fjölskyldan og Ólöf föðuramma Sigurðar á efstu hæðinni, en hún var þá nýorðin ekkja og bjó þar með þremur uppkomnum sonum sínum.

Þegar foreldrar hans skildu vorið 1945 fluttist hann til Jóns móðurafa síns og Þorgerðar ömmu sinnar á Rauðalæk 19 í Laugarneshverfinu og ólst þar upp, með fjölskyldunni. Sigurður var einstaklega hændur að ömmu sinni og afa og fjölskyldan öll sá ekki sólina fyrir honum.

Bryndís Jónsdóttir, frænka hans, minnist þess hve gaman var að hafa Sigga litla á heimilinu, en þau ólust upp eins og systkini þótt hún væri

...