Jónína Ásta Björnsdóttir fæddist á Kópaskeri 28. júní 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 28. september 2024.

Foreldrar Ástu voru Björn Kristjánsson, f. 1880, d. 1973, kaupfélagsstjóri KNÞ á Kópaskeri og alþingismaður, og eiginkona hans, Rannveig Gunnarsdóttir, f. 1901, d. 1991, húsfreyja. Systkini Ástu sem komust á legg voru Þórhallur, f. 1910, d. 2000, Gunnþórunn, f. 1919, d. 2022, Gunnar Kristján, f. 1924, d. 2009, Guðmundur, f. 1925, d. 1988, og Kristveig, f. 1927, d. 2022.

Ásta giftist 14. júní 1958 Birni Benediktssyni, bónda í Sandfellshaga í Öxarfirði. Börn þeirra eru: 1) Benedikt, skrúðgarðyrkjumeistari, f. 10. október 1958. Börn hans eru Ásta Kristín, f. 1982, Heiður, f. 1984, d. 1984, Björn Benedikt, f. 1986, og Karl Kristján, f. 1987. 2) Rannveig, sérfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri, f. 2.

...