Með markvissri innleiðingu snjalltækni á gangbrautarljósum er hægt að stórauka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa flutt fjölmargar tillögur á undanförum árum um aukið umferðaröryggi óvarinna vegfarenda, þ.e. gangandi og hjólandi. Sumar þeirra hafa náð fram að ganga. Aðrar hafa verið felldar eða vísað inn í rangala borgarkerfisins af meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

Á síðasta ári flutti ég tillögu á vettvangi borgarstjórnar um að ráðist yrði í víðtækar úrbætur á stýringu umferðarljósa í borginni í því skyni að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun.

Snjallstýring skilar miklum árangri

Hægt er að nýta tölvutæknina miklu betur en nú er gert til að ná þessum markmiðum.

Stórauka þarf öryggi óvarinna vegfarenda í Reykjavík með

...