Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba Berlín í gærkvöld þegar þýska liðið heimsótti stórveldið Barcelona í Euroleague, næststerkustu keppni félagsliða í heiminum. Barcelona vann 88:73 en Martin skoraði 13 stig fyrir Alba og átti auk þess fimm stoðsendingar

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba Berlín í gærkvöld þegar þýska liðið heimsótti stórveldið Barcelona í Euroleague, næststerkustu keppni félagsliða í heiminum. Barcelona vann 88:73 en Martin skoraði 13 stig fyrir Alba og átti auk þess fimm stoðsendingar.

Skotinn Peter Cormack, sem vann fjóra stóra titla með enska knattspyrnuliðinu Liverpool, er látinn, 78 ára að aldri. Cormack, sem var í stóru hlutverki sem miðjumaður, lék með Liverpool frá 1972 til 1976 og varð tvisvar enskur meistari ásamt því að verða bikarmeistari og UEFA-meistari með liðinu. Hann lék 125 leiki með Liverpool í efstu deild og spilaði annars lengst með Hibernian í Skotlandi, eða í átta ár.

Knattspyrnumaðurinn Joel Matip, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 33 ára gamall. Matip

...