Gest­ir Spursmála að þessu sinni eru þau Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköp­unar­­ráðherra, Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, og Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Gengið hefur verið út frá þeim möguleika að Íris muni gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Segist hún sjálf ekki útiloka þann möguleika en mikið hefur verið skrafað um fyrir hvaða stjórnmálaflokk hún færi fram og hafa Samfylkingin og Viðreisn verið þránefnd í því samhengi. Íris útilokar ekkert í þeim efnum og segist enn ekki hafa tekið ákvörðun um tiltekinn flokk. Framboð hennar myndi fyrst og fremst ráðast af málefnum fremur en flokkum.

Þátt­ur­inn að þessu sinni er með nokkuð óhefðbundnu sniði. Óvenju­leg­ir tím­ar í íslenskum stjórnmálum kalla á óvenju­leg­ar ráðstaf­an­ir við að tryggja les­end­um mbl.is nýj­ustu og fersk­ustu tíðind­in af hinu póli­tíska sviði.