Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er hálfnuð eftir leiki gærkvöldsins en auk jafnteflis Íslands og Wales á Laugardalsvellinum unnu Tyrkir nauman sigur gegn Svartfellingum, 1:0.

Tyrkland er því með 7 stig í efsta sæti riðilsins, Wales er með 5 stig, Ísland 4 stig og Svartfjallaland ekkert.

Það er því allt undir í leiknum gegn Tyrkjum á mánudagskvöldið. Þar verður íslenska liðið að innbyrða þrjú stig til þess að eiga möguleika á að slást við Tyrkland og Wales um sigur í riðlinum í síðustu tveimur umferðunum á mánudagskvöldið.

Sigurliðið í riðlinum fer beint upp í A-deildina og neðsta liðið fellur í C-deildina. Liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil um sæti í A-deildinni, gegn einhverju liðanna sem verða í þriðja sæti í riðli í A-deild. Liðið í þriðja sæti fer í umspil um sæti í B-deildinni, gegn einhverju þeirra liða sem enda í öðru sæti í sínum riðli í C-deildinni.

Til að setja það í rétt samhengi er hægt að skoða stöðuna núna, þegar Ísland er í þriðja sæti

...