Vísbendingum hefur fjölgað upp á síðkastið um að vinnumarkaðurinn sé að kólna hægt og rólega. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið. Hann segir svör stærri fyrirtækja í spurningakönnun Gallup sýna…
Fólksfjölgun Fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi nemur um 25 þúsund manns frá árslokum 2021.
Fólksfjölgun Fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi nemur um 25 þúsund manns frá árslokum 2021. — Morgunblaðið/Karítas

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Vísbendingum hefur fjölgað upp á síðkastið um að vinnumarkaðurinn sé að kólna hægt og rólega. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir svör stærri fyrirtækja í spurningakönnun Gallup sýna að þeim fyrirtækjum sem búa við skort á starfsfólki hafi fækkað jafnt og þétt undanfarna ársfjórðunga.

„Sömu sögu segja tölur um fjölda lausa starfa og svo auðvitað þróun atvinnuleysis. Atvinnuleysið hefur verið heldur meira það sem af er ári en á sama tíma í fyrra,“ segir Jón Bjarki.

Atvinnuleysi toppi á næsta ári

Skráð atvinnuleysi í september var 3,3% og jókst úr 3,2% frá því í ágúst. Í september 2023 var

...