Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir á minninu orðið fyrirferðarmiklar innan ólíkra fræðigreina, allt frá þeim sem rýna í starfsemi heilans með aðferðum líffræðinnar til sálfræðinga með sitt skapandi minni og okkar sem hugsum um sögur og ljóð
Manbetale Alaman kveður brot úr hinu ógnarlanga kirgíska söguljóði um Manas fyrir ráðstefnugesti í Beijing árið 2012. Kvæðaþekkingin í kolli Alamans var sett á varðveisluskrá UNESCO um óáþreifanlegan menningararf – líkt og handritasafn Árna Magnússonar sem fór á skrá um minni heimsins 2009.
Manbetale Alaman kveður brot úr hinu ógnarlanga kirgíska söguljóði um Manas fyrir ráðstefnugesti í Beijing árið 2012. Kvæðaþekkingin í kolli Alamans var sett á varðveisluskrá UNESCO um óáþreifanlegan menningararf – líkt og handritasafn Árna Magnússonar sem fór á skrá um minni heimsins 2009. — Ljósmynd/Gísli Sigurðsson.

Tungutak

Gísli Sigurðsson

gislisi@hi.is

Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir á minninu orðið fyrirferðarmiklar innan ólíkra fræðigreina, allt frá þeim sem rýna í starfsemi heilans með aðferðum líffræðinnar til sálfræðinga með sitt skapandi minni og okkar sem hugsum um sögur og ljóð. Nú á dögum er ritun og upplestur algengur miðill fyrir slíkt efni en á meðan bækur voru fágæti á papýrusi eða skinni og raunar fram á daga snjallsímanna þótti mörgum hagræði að því að leggja ýmislegt á minnið sem stóð á bókum – til að geta gripið til þess síðar. Um slíkan utanbókarlærdóm gilda önnur lögmál en þegar fólk flytur og heyrir sögur og ljóð í munnlegum flutningi án milligöngu ritunar.

Eins og bækur rekur minni

...