„Ég er vakinn og sofinn flesta daga við að vinna í tónlist, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, að taka upp plötur hér í stúdíóinu mínu fyrir hina og þessa. En ég var búinn að safna þokkalega í skúffuna frá því fyrri sólóplata mín, Kappróður, kom…
Sigurður Guðmundsson „Textarnir mínir hafa alltaf verið pínu abstrakt, en ég er pínu ádeilupési inn við beinið.“
Sigurður Guðmundsson „Textarnir mínir hafa alltaf verið pínu abstrakt, en ég er pínu ádeilupési inn við beinið.“ — Morgunblaðið/Anton Brink

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Ég er vakinn og sofinn flesta daga við að vinna í tónlist, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, að taka upp plötur hér í stúdíóinu mínu fyrir hina og þessa. En ég var búinn að safna þokkalega í skúffuna frá því fyrri sólóplata mín, Kappróður, kom út fyrir þremur árum, svo ég skellti í þessa,“ segir Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður sem fagnaði í gær útgáfu plötu sinnar Þetta líf er allt í læ. Hún kemur út í tvenns konar föstu formi, sem vínilplata og geisladiskur.

„Ég hef verið víða með hinum ýmsustu hljómsveitum, meðal annars Memfismafíunni og Hjálmum, og gefið margt út undir mínu nafni í samvinnu með öðrum, en mér fannst orðið tímabært að safna mínum eigin lögum saman í skúffu. Ég grínast stundum með að það sé bara pláss

...