Íslenska stúlkan lét töskusalann í Tangier ekki slá sig út af laginu.
Íslenska stúlkan lét töskusalann í Tangier ekki slá sig út af laginu. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Meðfylgjandi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins 13. október 1974 en hana tók ljósmyndari blaðsins, Ólafur K. Magnússon, í borginni Tangier í Marokkó, þar sem hann hafði skömmu áður verið á ferðalagi.

Í myndatexta stóð: „Stúlkan á myndinni er íslenzk og hún hefur ekki setið auðum höndum í verzlunarhverfunum, búin að kaupa tvær handtöskur og eitthvað er líka falið í pappírnum. Arabanum á myndinni hefur þótt hún líkleg til að kaupa fleiri töskur og með mikilli innlifun býður hann eina tösku enn, en Frónbúinn virðist þó halda sínu striki blákalt.“

Fleiri voru á faraldsfæti í téðu tölublaði en umsjónarmenn Slagsíðunnar, sem helguð var tónlist, festu sig í Oddsskarðinu á leið í Neskaupstað, þar sem til stóð að hitta Sigga nokkurn mjöðm. Var þá gripið til tveggja jafnfljótra og rákust Slagsíðumenn á göngu sinni á Guðlaug Óttarsson gítarleikara

...