Richard Wagner-félagið stendur fyrir viðburði í Safnaðarheimili Neskirkju í dag kl. 14. Þar fjallar ­Magnús Lyngdal Magnús­son, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, um Niflungahring Wagners sem er fáanlegur í tugum útgáfa, hvort tveggja í hljóði og mynd
Magnús Lyngdal Magnússon
Magnús Lyngdal Magnússon

Richard Wagner-félagið stendur fyrir viðburði í Safnaðarheimili Neskirkju í dag kl. 14. Þar fjallar ­Magnús Lyngdal Magnús­son, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, um Niflungahring Wagners sem er fáanlegur í tugum útgáfa, hvort tveggja í hljóði og mynd. Í erindinu verður „gerð tilraun til þess að veita yfirlit yfir ­útgáfur (formlegar og óformlegar) á Nifflungahringnum, allt frá fyrstu heildarhljóðrituninni frá 1949 til dagsins í dag“. Aðgangur ókeypis.