Eftir hverju eru menn að bíða? Að Sjálfstæðisflokkurinn þurrkist út líka?

Pistill

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Ríkisstjórn þessa lands er í vandræðum. Þar er ég auðvitað ekki að segja nokkrum manni fréttir. Hún minnir með hverri vikunni sem líður meira á hænurnar í sveitinni í gamla daga – eftir að búið var að höggva af þeim hausinn. Áfram hlupu þær þó um stund, án þess að hafa hugmynd um hvert þær væru að fara.

Ef marka má skoðanakannanir vilja æ færri hafa þessa ríkisstjórn og maður heyrir ekki betur á þingmönnum og jafnvel ráðherrum en að þeir vilji ekki vera í henni lengur. Nema þá helst ráðherrar Framsóknarflokksins. Annars er sá ágæti flokkur farinn að minna ískyggilega á blessað barnið sem lokar sig inni í herbergi og heldur fyrir eyrun meðan mamma og pabbi hnakkrífast frammi í stofu og geta ómögulega verið sammála um neitt.

Slíkt er óþol þjóðarinnar orðið að Vinstrihreyfingin

...