Ég hef alltaf haft gaman af því að skapa karaktera og þarf sjaldnast að búa þá til – þeir bara koma.
Helga Braga Jónsdóttir naut þess að gera Topp 10 Möst og vinna með Ólöfu Birnu Torfadóttur leikstjóra og fleiri ungum konum.
Helga Braga Jónsdóttir naut þess að gera Topp 10 Möst og vinna með Ólöfu Birnu Torfadóttur leikstjóra og fleiri ungum konum. — Morgunblaðið/Eyþór

Velkominn í mitt hosiló,” segir Helga Braga Jónsdótir svo skemmtilega þegar hún tekur á móti mér á heimili sínu. Við göngum til stofu þar sem ljósmyndir af hennar nánasta fólki brosa við okkur á hillu. Kunnuglegt verk kinkar líka kolli úr stofunni, Andlit norðursins eftir RAX. Á borðinu fyrir framan mig liggur finnsk skáldsaga eftir Arto Paasilinna sem Ævar Örn Jósepsson, aldavinur Helgu Brögu, benti henni á. Sú heitir Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð og fjallar um fólk sem komið er í öngstræti í þessu lífi og sér enga aðra leið út en að svipta sig lífi. Lesturinn var liður í undirbúningi leikkonunnar fyrir kvikmyndina Topp 10 Möst sem komin er í kvikmyndahús frá og með þessari helgi en persónan sem hún leikur, Arna, er einmitt á þeim vonda stað þegar við hittum hana fyrir í upphafi verksins.

„Arna er einstæðingur,“ byrjar Helga Braga. „Pabbi hennar er nýdáinn

...