Sýning verður opnuð í dag, kl. 14, á Listasafni Íslands í tilefni af 140 ára afmæli safnsins og ber hún titilinn Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár. Þar má sjá verk eftir hátt í 100 listamenn, mikilsverðar gjafir sem safninu hafa…
Stúlka Verk eftir hina dönsku Anne Ancher, „Fisksölustúlka“, frá 1886.
Stúlka Verk eftir hina dönsku Anne Ancher, „Fisksölustúlka“, frá 1886.

Sýning verður opnuð í dag, kl. 14, á Listasafni Íslands í tilefni af 140 ára afmæli safnsins og ber hún titilinn Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár. Þar má sjá verk eftir hátt í 100 listamenn, mikilsverðar gjafir sem safninu hafa borist og verk sem það hefur keypt í tímans rás.

„Sýningunni er skipt upp í fjóra hluta sem eru: samfélagið, myndir af manneskjum, form og maður og náttúra. Þessi fjögur þemu skarast vitaskuld en verk listamanna sem horfa út – á landið, nánasta umhverfi, samfélagið eða heiminn allan – veita gjarnan nýja sýn sem leiðir til sjálfsuppgötvunar einstaklinga og samfélags,“ segir í tilkynningu.

Sýningin Innsýn, útsýn stendur til 30. mars 2024.