Það vekur umhugsun að svo virðist sem að Viðskiptaráð beri ekki mikla virðingu fyrir rótgróni meginreglu samningaréttar um að samninga skuli halda.
Ingibjörg Isaksen
Ingibjörg Isaksen

Ingibjörg Isaksen

Í vikunni birtist frétt í Morgunblaðinu um tillögur Viðskiptaráðs, en þær hafa það að markmiði að spara ríkinu ákveðnar fjárhæðir. Það sem þar kemur aðallega á óvart er að margar tillögur snúast um það að ríkið eigi að virða skuldbindingar sínar að vettugi og draga úr mikilvægum aðgerðum fyrir fólkið í landinu.

Að eiga aðild að samningum er ábyrgð sem ber að sinna af heiðarleika og heilindum og það er engum til heilla ef ríkið á að draga til baka loforð, skuldbindingar og undirritaða samninga. Slík ríkisstjórn myndi varla vera traustvekjandi í augum þjóðarinnar, hvað þá einstaklinga sem binda miklar vonir við þær aðgerðir sem ríkið hefur skuldbundið sig til.

Að sjálfsögðu á ríkið að vera með ábyrga og skynsamlega hagstjórn. Við sjáum að aðhald og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar

...