Það er næstum fráleitt að gefa sér að allir eða að minnsta kosti flestir hafi mætt til þessa leiks glaðbeittir í hinu nýja bandalagi og þótt sumir þeirra hafi slegið djarflega í eitt bú voru það ekki mjög margir sem mættu til nýrrar ríkisstjórnar með stjörnur í augunum.
Fyrsti snjórinn í Reykjavík.
Fyrsti snjórinn í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eggert

Ríkisstjórn á hverjum tíma, og sjálfsagt víðast hvar, er sennilega um sumt líkt og gerist og gengur í hjónabandi. Margt er þó ólíkt og ekkert hjónaband er eins og öll hin. Það eru dálítið dularfull öfl sem sennilega hafa hvað mest um það að segja hvort hjónaband endist eða hvort góður andi er í hjónabandinu og þess vegna megi af sæmilegu öryggi ganga út frá því, og presturinn blessað, vonandi beintengdur þeim sem ofar er, sem tryggir eða stuðlar að því að þessi bönd sem tengjast langoftast við hátíðlega athöfn muni endast vel og lengi.

En svo spila til viðbótar inn í þessi dæmi margvísleg önnur öfl, sem bæði eru allt að því ósýnileg og þroskast með árunum þannig að allir, en einkum þeir sem koma að fyrirbærinu, eru eins og í einkaerindum. Sagt er að velheppnuð ást, njóti þeir sem að henni koma sameiginlega hins mikla valds og samhugar sem í sameiginlegu átaki

...