Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur gert tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Dönum í Vejle á þriðjudag. Ísak Andri Sigurgeirsson frá Norrköping og Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni verða ekki með og í stað …
Viðbót Danijel Dejan Djuric var ekki í hópnum gegn Litáen.
Viðbót Danijel Dejan Djuric var ekki í hópnum gegn Litáen. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur gert tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Dönum í Vejle á þriðjudag. Ísak Andri Sigurgeirsson frá Norrköping og Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni verða ekki með og í stað þeirra koma Danijel Dejan Djuric úr Víkingi og Jakob Franz Pálsson úr Val. Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM og eftir tapið gegn Litáen í fyrradag á það ekki lengur möguleika á sæti á EM.