Ófáar eru þær kvikmyndir, sjónvarpsþættir og bækur sem koma með einum eða öðrum hætti inn á slæma meðferð á börnum. Ástæðan er eflaust sú að oft má rekja sjúklega hegðun einhvers fullorðins til ofbeldis eða vanrækslu sem viðkomandi varð fyrir á barnsaldri
Faðirinn Javier Bardem í myrku hlutverki sínu.
Faðirinn Javier Bardem í myrku hlutverki sínu.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Ófáar eru þær kvikmyndir, sjónvarpsþættir og bækur sem koma með einum eða öðrum hætti inn á slæma meðferð á börnum. Ástæðan er eflaust sú að oft má rekja sjúklega hegðun einhvers fullorðins til ofbeldis eða vanrækslu sem viðkomandi varð fyrir á barnsaldri. Oftast er það ofbeldi eða vanræksla viðvarandi lengi, og framkvæmt af einhverjum innan nánustu fjölskyldu, einhverjum sem barninu þykir vænt um, sem veldur gríðarlegri tilfinningalegri togstreitu. Viðbjóðurinn sem barnið verður fyrir sest að í ómótuðu taugakerfinu og fylgir því inn í fullorðinsár. Þar sem framheili barna hefur ekki náð fullum þroska hafa þau ekki forsendur til að meta eða vinna úr áföllum. Eins og fólk veit er algengt að þeir sem verða fyrir ofbeldi sem börn beiti sín eigin börn ofbeldi. Allt á þetta við um fjölskyldu Menendez-bræðra, en saga þeirra er sögð í þáttaseríunni Monsters á Netflix. Þar

...