Vísbendingar eru skýrar um að vinnumarkaður sé að kólna hægt og rólega. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir svör stærri fyrirtækja í spurningakönnun Gallup sýna að þeim fyrirtækjum…
Atvinnuleysi Vinnumarkaðurinn kólnar hægt og rólega.
Atvinnuleysi Vinnumarkaðurinn kólnar hægt og rólega. — Morgunblaðið/RAX

Vísbendingar eru skýrar um að vinnumarkaður sé að kólna hægt og rólega. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir svör stærri fyrirtækja í spurningakönnun Gallup sýna að þeim fyrirtækjum sem búi við skort á starfsfólki hafi fækkað jafnt og þétt undanfarna fjórðunga.

„Sömu sögu segja tölur um fjölda lausra starfa og svo auðvitað þróun atvinnuleysis, sem hefur verið heldur meira það sem af er ári en á sama tíma í fyrra,“ segir Jón Bjarki.

Ólíklegt sé að atvinnuleysi verði vandamál á komandi misserum, þar sem íslenskur vinnumarkaður sé býsna sveigjanlegur. » 22