Áhorfendur Frá norðurslóðakeppninni Pan-ArcticVision í fyrra.
Áhorfendur Frá norðurslóðakeppninni Pan-ArcticVision í fyrra. — Ljósmynd/Knut Åserud

Hljómsveitin Vampíra keppir fyrir Íslands hönd í því sem kallað hefur verið „Eurovision norðurslóða“, Pan-ArcticVision, í kvöld. Keppnin fer fram í Nuuk á Grænlandi og verður henni streymt beint um allan heim.

Í Norræna húsinu verður af þessu tilefni boðið upp á frábæra stemmningu og skemmtilegt kvöld þar sem fylgst verður með beinu streymi frá keppninni, að því er segir í tilkynningu. Hefst sá viðburður kl. 18. Tíu tónlistaratriði etja kappi en eins og í Eurovision geta allir kosið sitt uppáhaldsatriði.

Þátttakendurnir í ár eru frá Alaska, Nunavut í Kanada, Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð, Samalandi, Norður-Finnlandi og Rússlandi. Svartþungarokkssveitin Vampíra bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í vor. „Móðurmálið okkar er svo flott tungumál í svartmálminum,“ sögðu meðlimir Vampíru þá í samtali

...