Sé svigrúm til nýsköpunar aukið, til dæmis með faggildingu til eftirlits á meiri jafningjagrundvelli, verður auðveldara að laða yngra fólk til að stunda landbúnað.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Viðskiptaráð birti 27. ágúst úttekt undir heitinu Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti. Þar er fullyrt að opinbert eftirlit standi samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi útfærslur hafi verið valdar auk þess sem fjöldi og umsvif eftirlitsstofnana séu mikil samanborið við grannríki.

Sagt er að á Íslandi starfi um 3.750 manns hjá 50 opinberum stofnunum sem sinni eftirliti. Tæplega 2.200 manns starfi við löggæslu, tollgæslu og eftirfylgni með greiðslu skatta og gjalda, það er stjórnsýslueftirlit. Þá starfi um 1.600 manns við svokallað sérhæft eftirlit. Þar framfylgi starfsfólk afmörkuðum eftirlitsreglum sem beinist að fyrirtækjum

...