Kærleikurinn er ekki þrasgjarn. Hann veit ekki allt best og veður ekki yfir. Hann hlustar, sýnir skilning, virðir, ber umhyggju og umburðarlyndi.
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson

Sigurbjörn Þorkelsson

Það eina sem við þurfum er kærleikur og auðmýkt, faðmlög, friður og fyrirgefning.

Málið er að þiggja kærleikann. Meðtaka hann af þakklæti og lifa honum með því að finna honum farveg. Koma honum áfram svo fleiri fái notið hans.

Kærleikurinn er tær. Hann er heill. Honum fylgir sannleikur og frelsi.

Kærleikurinn er ekki þreyttur lagabókstafur eða steinrunnir stafir heldur síungt og ferskt hjartalag, hugarþel, athöfn og verk sem spyrja ekki um endurgjald eða hvernig standi á.

Kærleikurinn er ekki þrasgjarn. Hann veit ekki allt best og veður ekki yfir. Hann hlustar, sýnir skilning, virðir, ber umhyggju og umburðarlyndi. Hann umvefur, uppörvar og hvetur. Kærleikanum fylgir von og

...