Fólk naut þess alltént að horfa á okkur spila og núna, meira en fjörutíu árum síðar, muna margir eftir okkur.
Johan Neeskens skorar framhjá Sepp Meier í úrslitaleik HM 1974.
Johan Neeskens skorar framhjá Sepp Meier í úrslitaleik HM 1974. — AFP

Þegar fundum okkar Johans Neeskens bar saman á hóteli í miðbæ Reykjavíkur fyrir fimm árum virkaði hann í prýðilegu líkamlegu formi, af tæplega 68 ára gömlum manni að vera. Þetta er maður sem fer vel með sig, hugsaði ég með mér, og sá hann nánast fyrir mér inni á velli í efstu deild, í það minnsta hér á Íslandi. Neskeens, sem hingað var kominn til að miðla af visku sinni og reynslu til yngri knattspyrnumanna, var viðkunnanlegur, viðræðugóður og hógvær og gaf sér góðan tíma til að fara yfir sviðið með okkur Ragnari Axelssyni, ljósmyndara og unnanda fagurra fótmennta. Margs var að spyrja frá löngum og glæstum ferli, innan vallar sem og á hliðarlínunni.

Nú er hann fallinn frá, varð bráðkvaddur í Alsír á dögunum, þangað sem hann var kominn í sömu erindum og hingað 2019, að þjálfa og miðla. Hann elti sumsé köllun sína til hinsta dags.

...