Curzon Place 9 í Mayfair árið 2012. Íbúðin alræmda er efst til vinstri.
Curzon Place 9 í Mayfair árið 2012. Íbúðin alræmda er efst til vinstri. — Wikimedia

Bandaríski tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Harry Nilsson var á báðum áttum þegar til tals kom að Keith Moon, trymbill rokkbandsins The Who, myndi leigja af honum litla íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi við Curzon Place 9 í Mayfair-hverfinu í Lundúnum sumarið 1978. Moon var þekktur fyrir villt líferni sitt og óhóflega drykkju og lyfjanotkun, auk þess sem Nilsson þótti óþægilegt að fræg manneskja hafði þegar borið beinin í íbúðinni, Mama Cass Elliot úr þjóðlagarokkbandinu The Mamas and the Papas, fjórum árum áður. Pete Townshend, gítarleikari The Who, á hins vegar að hafa róað taugar leigusalans með þeim orðum að eldingu lysti aldrei niður tvisvar á sama stað.

Það gerðist þó og fáeinum vikum síðar var Moon allur. Hann lést í svefnherbergi íbúðarinnar 7. september, á sama stað og Mama Cass hafði skilið við 29. júlí 1974. Það sem meira var, þau voru bæði 32 ára að aldri.

...