Ég held að það sé alls staðar erfitt að vera kona í listaheiminum, maður verður að vinna meira og leggja harðar að sér.
Fegurðin í íslenskri náttúru og umhverfi endurspeglast vel í þessari mynd.
Fegurðin í íslenskri náttúru og umhverfi endurspeglast vel í þessari mynd. — Ljósmyndir/Agnieszka Sosnowska

Rask er yfirskrift sýningar í Ljósmyndasafni Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Agnieszku Sosnowsku og Ingunnar Snædal ljóðskálds. Sýningin samanstendur af ljósmyndum frá Múlaþingi, þar sem Agnieszka hefur búið í um tuttugu ár, og ljóðaupplestri Ingunnar úr hátalarakerfi.

„Það má segja að verkefnið hafi byrjað í Reykjavík fyrir mörgum árum,“ segir Agnieszka. „Ingunn hafði ekkert skrifað í nokkurn tíma og ég reyndi að hvetja hana og sagði: Af hverju gerum við ekki eitthvað saman? Í þessum samræðum okkar sagði Ingunn mér sögur af því hvað lífið til sveita á Austurlandi, ekki síst á afskekktum býlum á hálendinu, var erfitt í gamla daga. Hún sagði mér frá hrikalegum aðstæðum sem fólk lenti stundum í og gerir enn.

Nokkru eftir samtal okkar Ingunnar tók ég ljósmyndir af þessu svæði og meðan

...