Orðasambandið brenna inni getur þýtt, að viðbættu með e-ð, að missa af e-u, verða of seinn með e-ð. Að brenna út er svo að missa neistann í vinnunni

Orðasambandið brenna inni getur þýtt, að viðbættu með e-ð, að missa af e-u, verða of seinn með e-ð. Að brenna út er svo að missa neistann í vinnunni. En að „brenna út á tíma“ er kannski augnabliksglöp, hafi meiningin verið að renna út á tíma sem þýðir að fresti lýkur, maður fær ekki meiri tíma, eða e-ð er útrunnið.