17 Hinn 17 ára Baldur Fritz kom að 17 mörkum með beinum hætti.
17 Hinn 17 ára Baldur Fritz kom að 17 mörkum með beinum hætti. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Evrópubikarmeistarar Vals höfðu betur gegn nýliðum ÍR, 41:36, í 77 marka leik í sjöttu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Með sigrinum klifraði Valur aðeins upp töfluna og er nú í sjötta sæti með sjö stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Með tapinu fór ÍR aftur niður í 11. og næstneðsta sæti þar sem liðið er áfram með þrjú stig.

Bjarni í Selvindi var markahæstur hjá Val með níu mörk og Ísak Gústafsson bætti við sex mörkum. Allan Norðberg skoraði fimm. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot og var með tæplega 31 prósents markvörslu.

Markahæstur í leiknum var Baldur Fritz Bjarnason með 12 mörk fyrir ÍR auk þess sem hann gaf fimm stoðsendingar. Bernard Kristján Darkoh bætti við níu mörkum. Ólafur Rafn Gíslason varði sjö skot í marki ÍR.

Fram lagði þá KA að velli, 34:28, í Úlfarsárdal. Fram er eftir sigurinn í þriðja sæti með átta stig, einu stigi frá toppnum. KA er sem fyrr á botni deildarinnar

...