30 ára Sólveig Vaka ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún hóf fiðlunám átta ára gömul í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, var í kór og fór síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík. „Svo var ég í Hamrahlíðarkórnum hjá Þorgerði Ingólfsdóttur sem hafði…

30 ára Sólveig Vaka ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún hóf fiðlunám átta ára gömul í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, var í kór og fór síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík. „Svo var ég í Hamrahlíðarkórnum hjá Þorgerði Ingólfsdóttur sem hafði mikil áhrif á mig.“ Hún fór í Listaháskólann í tvö ár, en árið 2016 fór hún í Tónlistarskólann í Leipzig. Hún lauk þaðan bakkalár- og meistaragráðu í fiðluleik og býr núna og starfar í Berlín sem sjálfstætt starfandi fiðluleikari og er mjög hrifin af Þýskalandi. „Ég hef unnið líka svolítið með Ólafi Arnalds og hef ferðast víða með honum, sem hefur verið mjög gaman, að vera líka í annarri tegund af nýklassískri tónlist.“

Fjölskylda Foreldrar Sólveigar eru Sigríður Hrafnhildur Gunnarsdóttir, f. 1960,

...