Um leið má velta því fyrir sér hvort manneskja sem er afar upptekin af stöðu sinni í samfélaginu sé fær um það, vegna sjálfhverfu, að skrifa af einlægni í dagbók sína.
Ólafur Ragnar Grímsson er fyrirferðarmikill og vill að tekið sé mark á sér. Úgáfa dagbóka hans er sannarlega ekki ein af bestu ákvörðunum hans.
Ólafur Ragnar Grímsson er fyrirferðarmikill og vill að tekið sé mark á sér. Úgáfa dagbóka hans er sannarlega ekki ein af bestu ákvörðunum hans. — Morgunblaðið/Eggert

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Það verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að dagbókarskrif eru í eðli sínu yfirleitt nokkuð sjálfhverf iðja. Þau geta yljað ritaranum allnokkuð og sannfært hann um að hann hafi mikilvægu hlutverki að gegna í þessu lífi. Sé jafnvel nokkuð einstakur.

Dagbókarskrif eiga sér stað í núinu og byggjast á tilfinningum dagbókarritara þá stundina. Dagbókarritari gefur sér yfirleitt að hann hafi gott stöðumat, en svo þarf alls ekki að vera. Það er einfaldlega þannig að árin breyta flestum manneskjum – sem betur fer. Það er ekki hollt að vera alltaf sama manneskjan. Því fer svo að manneskja sem les dagbókarskrif sín mánuðum eða árum eftir að þau voru rituð getur hrokkið illilega við. Hún

...