Faxaflóahafnir áforma kaup á nýjum dráttarbáti sem knúinn verði „grænum orkugjöfum“. Er það liður að því markmiði Faxaflóahafna að auka hlutfall umhverfisvænnar orku í starfsemi sinni í stað jarðefnaeldsneytis
Faxaflóahafnir Nýi báturinn á að koma í flotann stað dráttarbátsins Haka.
Faxaflóahafnir Nýi báturinn á að koma í flotann stað dráttarbátsins Haka. — Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Faxaflóahafnir áforma kaup á nýjum dráttarbáti sem knúinn verði „grænum orkugjöfum“. Er það liður að því markmiði Faxaflóahafna að auka hlutfall umhverfisvænnar orku í starfsemi sinni í stað jarðefnaeldsneytis.

Nýi báturinn á að koma í stað dráttarbátsins Haka, sem orðinn er 18 ára gamall.

Á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna kynnti Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður niðurstöður verðfyrirspurnar rafdrifins dráttarbáts og svaraði spurningum fundarmanna.

Gísli segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hafi í fyrra sett á langtímaáætlun kaup á slíkum báti. Til kaupanna eigi að verja 2.000 milljónum á þremur árum svo að hér sé um að ræða

...