Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Græna hattinum 26. október. Það verður tónlistar- og sögustund með hljómsveitinni Djúpalæk og fjallar Halldór Gunnarsson um skáldið, en hann kynntist honum náið…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Græna hattinum 26. október. Það verður tónlistar- og sögustund með hljómsveitinni Djúpalæk og fjallar Halldór Gunnarsson um skáldið, en hann kynntist honum náið í bernsku, og veltir upp spurningum á borð við hvaða augum Kristján leit áhrifamátt dægurtexta, hver var hans pólitíska sýn og hvernig karl Kristján var. Af þessu tilefni kastar Halldór fram:

Efnum nú til endurfunda

og ánægð minnumst góðra stunda.

Við boðnarmjaðar ker skal krjúpa

með Kristjáni frá læknum Djúpa.

Mynd við skulum gefa gleggsta

af gæðum hans við smíði texta.

...