Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því tyrkneska í ansi mikilvægum leik í 4. umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 18.45 í kvöld. Er leikurinn liður í 4. riðli B-deildarinnar
Miðgarður Íslenska landsliðið æfði í gær í Miðgarði í Garðabænum fyrir leikinn gegn Tyrklandi.
Miðgarður Íslenska landsliðið æfði í gær í Miðgarði í Garðabænum fyrir leikinn gegn Tyrklandi. — Morgunblaðið/Hákon

Landsleikur

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því tyrkneska í ansi mikilvægum leik í 4. umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 18.45 í kvöld. Er leikurinn liður í 4. riðli B-deildarinnar.

Ísland verður að vinna Tyrkland til að eiga möguleika á að slást við Tyrkland og Wales um sigur í riðlinum í síðustu tveimur umferðunum. Sigurliðið í riðlinum fer beint upp í A-deildina og neðsta liðið fellur í C-deildina.

Liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil um sæti í A-deildinni, gegn einhverju liðanna sem verða í þriðja sæti í riðli í A-deild. Liðið í þriðja sæti fer í umspil um sæti í B-deildinni, gegn einhverju þeirra liða sem enda í öðru sæti í sínum riðli

...