Líknardráp samrýmast ekki læknisstarfinu, þar sem það er brot á mannhelginni að maður drepi mann og felur ætíð í sér áhættu á líknarmorði.
Björn Einarsson
Björn Einarsson

Björn Einarsson

Á vorþingi 2024 lá fyrir Alþingi „Frumvarp til laga um dánaraðstoð“ (þingskjal 1168 – 771. mál). Í 8. gr. frumvarpsins 1. málsgrein segir: „Dánaraðstoð skal framkvæmd annaðhvort með þeim hætti að læknir gefi sjúklingi lyf í æð eða að sjúklingur innbyrði sjálfur lyf sem læknir útvegar.“ Á þessum tveimur aðferðum er grundvallarmunur.

Það fyrrnefnda, „líknardráp læknis“, er „hollenska módelið“, en frumvarpið byggir á því, að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. Það hefur leitt af sér vafasama þróun þar í landi. Það síðarnefnda, „aðstoð læknis við sjálfsvíg“, er „bandaríska módelið“, sem hefur reynst mun betur og náð meiri útbreiðslu um heiminn.

Dánaraðstoð

Dánaraðstoð (e.

...