Rétt er hjá Bjarna forsætisráðherra að nú þurfi þjóðin að vísa veginn

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra greindi frá því í gær að forsendur ríkisstjórnarsamstarfsins væru brostnar og því hefði hann farið þess á leit við forseta Íslands að þing yrði rofið með það fyrir augum að ganga til kosninga í lok nóvember.

Það eru á sinn hátt vonbrigði þegar slitnar upp úr ríkisstjórnarsamstarfi, vonirnar stóðu til annars. Það gekk bærilega á fyrra kjörtímabili þess, en þrátt fyrir ýmsar efasemdir stjórnarliða á þingi voru kosningaúrslitin 2021 skýr skilaboð frá kjósendum um endurnýjað umboð ríkisstjórnarinnar.

Öllum var þó ljóst að samstarfið var stirðara og ágreiningur um mörg veigamikil mál.

Þrátt fyrir að hafa tapað þriðjungi fylgis síns í síðustu kosningum héldu Vinstri grænir áfram forsætisráðherrastólnum. Samt sem áður virtust þingmenn hans og jafnvel

...