Misbrestur átti sér stað þegar konan sem kærði Albert Guðmundsson fótboltamann fyrir að brjóta á sér kynferðislega leitaði þjónustu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala, að sögn Anne Maríu Steinþórsdóttur verkefnastjóra neyðarmóttökunnar.

Konan leitaði til neyðarmóttöku Landspítala mánudaginn 26. júní 2023, en hún sakaði Albert um að hafa brotið á sér aðfaranótt sunnudagsins 25. júní. Þar var viðtal tekið við hana á biðstofunni og henni svo boðið að koma aftur daginn eftir.

Á þriðjudeginum var hringt í hana og henni boðið viðtal á miðvikudeginum. Ekki var framkvæmd líkamsskoðun á henni, heldur einungis tekið viðtal, þar sem hún hafði farið í sturtu. Þá neitaði konan einnig að líkamsskoðun yrði framkvæmd á miðvikudeginum.

Skortur á gögnum

Albert

...