Það þykir lýsandi fyrir ástand orkumála á Vestfjörðum að víða í fjórðungnum má oft heyra niðinn frá dísilknúnum varaaflstöðvum. „Undanfarna 12 mánuði hefur þurft að ræsa varaaflstöðvar Landsnets 26 sinnum, eða tvisvar í mánuði að meðaltali, og …
Undirstaða Skemmtiferðaskip í Ísafjarðarhöfn. Þessi fley munu þurfa góða rafmagnstengingu við bryggju en sigla annað ef rafmagnið vantar.
Undirstaða Skemmtiferðaskip í Ísafjarðarhöfn. Þessi fley munu þurfa góða rafmagnstengingu við bryggju en sigla annað ef rafmagnið vantar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það þykir lýsandi fyrir ástand orkumála á Vestfjörðum að víða í fjórðungnum má oft heyra niðinn frá dísilknúnum varaaflstöðvum.

„Undanfarna 12 mánuði hefur þurft að ræsa varaaflstöðvar Landsnets 26 sinnum, eða tvisvar í mánuði að meðaltali, og þá er eftir að bæta við hversu oft Orkubú Vestfjarða hefur þurft að kveikja á sínum stöðvum,“ segir Þorsteinn Másson. „Fólk bjóst við því að þessar varaaflstöðvar yrðu notaðar sjaldan, og kæmu kannski til bjargar í verstu vetrarveðrum ef flutningskerfið skyldi bila, en reyndin hefur verið að ræsa þarf stöðvarnar í tíma og ótíma allan ársins hring. Ég held t.d. að varaaflstöðin í Bolungarvík hafi núna verið í gangi nokkra daga í röð vegna viðhalds á gamalli línu hjá

...