Kaplakriki Jóhannes Berg Andrason úr FH sækir að marki Fjölnismanna í gærkvöldi. Haraldur Björn Hjörleifsson úr Fjölni reynir að verjast honum.
Kaplakriki Jóhannes Berg Andrason úr FH sækir að marki Fjölnismanna í gærkvöldi. Haraldur Björn Hjörleifsson úr Fjölni reynir að verjast honum. — Morgunblaðið/Hákon

Íslandsmeistarar FH eru komnir upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sigur á nýliðum Fjölnis, 25:18, á heimavelli sínum í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardagskvöld.

FH er nú með tíu stig en Afturelding er með níu stig og Fram og Grótta bæði með átta. Þau eiga öll leik til góða og geta annaðhvort jafnað eða komist upp fyrir FH. Fjölnir er í níunda sæti með fjögur stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 13:11. FH-ingar voru hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og unnu sannfærandi sigur.

Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki FH og varði 16 skot. Jón Bjarni Ólafsson og Símon Michael Guðjónsson skoruðu þá fimm mörk hvor fyrir FH-inga. Bergur Bjartmarsson

...