Vestfirskir verktakar unnu við nýju brúna í Kollafirði á sunnanverðum Vestfjörðum frá morgni til kvölds á laugardag þegar brúargólfið var steypt. Sá hluti verksins var umfangsmikill því steyptir voru 254 rúmmetrar og komu 32 steypubílar með steypuna …
— Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Vestfirskir verktakar unnu við nýju brúna í Kollafirði á sunnanverðum Vestfjörðum frá morgni til kvölds á laugardag þegar brúargólfið var steypt.

Sá hluti verksins var umfangsmikill því steyptir voru 254 rúmmetrar og komu 32 steypubílar með steypuna frá Borgarnesi, að sögn Garðars Sigurgeirssonar hjá Vestfirskum verktökum sem eru undirverktakar í þessari vegagerð. Í því felst að byggja tvær brýr, annars vegar í Kollafirði og hins vegar yfir í Skálmardal.

Brýrnar eru sitt hvorum megin við Klettshálsinn að sögn Garðars og hefur fyrirtækið unnið við þær báðar að undanförnu. Svo gæti farið að opnað verði fyrir umferð yfir brúna í Kollafirði fyrir áramót. kris@mbl.is