Mr Bates vs The Post Office er leikinn breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum sem fjallar um skelfilegt mál sem skók breskt samfélag. Hópur fólks sem hafði umsjón með póstþjónustu var sakaður um fjárdrátt, hjá einhverjum einstaklingum var talið að um tugi milljóna væri að ræða
Toby Er einkar sannfærandi í hlutverki sínu.
Toby Er einkar sannfærandi í hlutverki sínu.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Mr Bates vs The Post Office er leikinn breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum sem fjallar um skelfilegt mál sem skók breskt samfélag. Hópur fólks sem hafði umsjón með póstþjónustu var sakaður um fjárdrátt, hjá einhverjum einstaklingum var talið að um tugi milljóna væri að ræða. Fólkið hélt fram sakleysi sínu og sagði villu vera í tölvukerfi póstþjónustunnar. Kerfið var hins vegar talið óskeikult. Endurgreiðslu var krafist. Einstaklingar urðu gjaldþrota, einhverjir lentu í fangelsi, nokkrir sviptu sig lífi.

Þessi átakanlega saga er sögð í framhaldsmyndaflokknum sem er margverðlaunaður. Hinn frábæri Toby Jones leikur Alan Bates sem var hluti af þessum hópi, og barðist af miklum krafti fyrir að sanna sakleysi sitt og kollega sinna.

Þættirnir eru frábærlega vel leiknir. Hver og einn einasti leikari skapar einstakling sem maður trúir á. Það er ekki hægt að

...