Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Viðtöl Ríkisútvarpsins í gær við Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, um boðað þingrof voru mögnuð. Það virtist hafa komið öldungis flatt upp á Svandísi, eina Íslendinga til að hafa ekki haft minnsta veður af þessu fyrr en rétt fyrir blaðamannafund Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Athyglisvert var að heyra Svandísi treysta sér til þess að fitja upp á „heilindum“ í stjórnarsamstarfinu í þessu viðtali og fannst henni greinilega eitthvað vanta upp á þau. Hjá öðrum!

Hitt var þó ekki síður merkilegt, sem ekki var nefnt. Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni Rúv. hugkvæmdist þannig ekki að spyrja hvort Vinstri grænir hefðu ekki í reynd slitið stjórnarsamstarfinu fyrir viku, nú eða hvort Svandís bæri ekki minnstu ábyrgð á því hvernig komið væri.

Og

...