80 ára Mínerva fæddist á Stóru-Seylu í Seyluhreppi í Skagafirði og ólst upp í Reykjahlíð í Varmahlíð. Hún er eitt sex systkina og gekk í skóla í Varmahlíð og síðar í Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Síðan fór hún í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Hún bjó í Varmahlíð allt þar til hún flutti til Geirmundarstaða eftir að hún kynntist eiginmanni sínum Geirmundi Valtýssyni, hinum landsþekkta sveiflukóngi Skagafjarðar.

„Það voru mikil viðbrigði að flytja þangað og við byrjum okkar búskap með foreldrum hans. Ég kunni ágætlega við mig inni í Sæmundarhlíðinni og gott fólk á bæjunum þarna í kring,“ segir Mínerva.

„Ég hef alltaf verið mikil handavinnukona og er það enn. Síðan er ég mikið gefin fyrir söng. Ég er búin að vera í kirkjukór Sauðárkróks í 40 ár. Ég byrjaði í kór frammi í Glaumbæjarkirkju

...