Fyrir stuttu kom út skáldsagan Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Í bókinni segir frá því er Ella Stína, átta ára gömul, fer með fjölskyldunni til Grikklands, til eyjarinnar Karpathos í Eyjahafi þar sem fjölskyldan dvelur um hríð í strandbænum Díafani
Elskuleg Í bókinni Límonaði frá Díafani skrifar Elísabet Jökulsdóttir um Ellu Stínu sem fer til Grikklands.
Elskuleg Í bókinni Límonaði frá Díafani skrifar Elísabet Jökulsdóttir um Ellu Stínu sem fer til Grikklands.

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Fyrir stuttu kom út skáldsagan Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Í bókinni segir frá því er Ella Stína, átta ára gömul, fer með fjölskyldunni til Grikklands, til eyjarinnar Karpathos í Eyjahafi þar sem fjölskyldan dvelur um hríð í strandbænum Díafani. Þetta er mikið ævintýri fyrir Ellu og bræður hennar, en þau vita ekki að Grikklandsferðin er tilraun foreldra þeirra til að bjarga hjónabandinu.

Elísabet Jökulsdóttir er Ella Stína, heitir Elísabet Kristín fullu nafni, bræðurnir eru Illugi og Hrafn og foreldrarnir Jökull Jakobsson og Jóhanna Kristjónsdóttir. Í ljósi þess að Elísabet skrifaði um föður sinn í skáldsögunni Aprílsólarkulda, sem kom út 2020 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, og móður sína í skáldsögunni Saknaðarilmi, sem

...